Skip to main content
search

Gróðureldar

Tímamörk

Langtímaverkefni, hófst 2006.

Samstarfsaðilar

Mismunandi samstarfsaðilar eftir umfangi og staðsetningu gróðurelda, til dæmis Landbúnaðarháskóli Íslands, Land og skógur, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að skrá og kortleggja svæði þar sem umfangsmiklir gróðureldar koma upp utan þéttbýlis og breiðast um. Jafnframt að fylgjast með áhrifum gróðurelda á lífríki. Frá árinu 2006 hafa staðið yfir rannsóknir á framvindu gróðurs og dýralífs á víðáttumiklu svæði sem brann á Mýrum þá um vorið. 

Kortlagðir gróðureldar frá árinu 2006 (athugið að listinn er ekki tæmandi því það hafa ekki allir gróðureldar undanfarin ár á landinu verið kortlagðir):

Ár og dagur er eldur kviknaði Svæði Gróðurlendi Flatarmál brunnins lands (ha)
2023 – 10.–31. júlí Gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga Mosahraunavist og lynghraunavist

231

2023 – 23. mars Óttarsstaðir við Straumsvík Graslendi og lynghraunavist

9

2021 – 11. maí

Gosstöðvar við Fagradalsfjall

Umfang gróðurelda endurmetið

Mosabreiður, lyng

31

2021 – 4. maí Heiðmörk, Reykjavík Lúpína, gamall birkiskógur

56,5

2021 – 15. apríl Vífilsstaðir, Fljótsdalshéraði Graslendi og skógrækt

 

2021 – 2. febrúar Við Korpúlfsstaðaveg Graslendi

 

2020 – 18. maí Norðurárdalur, Borgarfirði Birkiskógur

13,2

2020 – 6. maí Vestaraland II, Öxarfirði Graslendi (tún) og mólendi

49,6

2020 – 5. maí Vík, Kjalarnesi Graslendi, stöku trjárækt

1,35

2017 – 11. maí Dalur, Eyja- og Miklaholtshreppi Mólendi

42,4

2017 – 15. apríl Grótta Hvönn

0,14

2017 – 14. apríl Ketilsstaðir, Dalabyggð Graslendi

16,9

2015 – 13. maí Almannadalur, Reykjavík Lúpína, ungskógur

0,25

2015 – 2. maí Fáskrúðarbakki, Snæfellsnesi Mýrlendi

319

2015 – 1. maí Norðan Stokkseyrar Mýrlendi

18

2013 – 31. mars Merkihvoll á Landi Lúpína, gras og trjárækt

2

2013 – 30. mars Hvammur í Skorradal Graslendi og kjarr

0,3

2013 – 25. mars Gröf í Lundarreykjadal Tún, graslendi og mólendi

39

2012 – 3. ágúst Hrafnabjörg í Laugardal í Ísafjarðardjúpi Mýrlendi og kvistlendi

15

2012 – 16. júní Ásland í Hafnarfirði Lúpína

1

2012 – 6. júní Heiðmörk Lúpína og furulundur

0,4

2010 – 26. maí Jarðlangsstaðir á Mýrum Birkikjarr, mýri og graslendi

13

2009 – 22. júlí Við Helgafell ofan Hafnarfjarðar Mosaþemba

8

2009 – 5. júní Víðivallargerði í Fljótsdal Graslendi með unglerki

0,5

2008 – 29. apríl Útmörk Hafnarfjarðar Lúpína

13

2008 – 16. apríl Kross og Frakkanes á Skarðsströnd Mýrar og lyngheiði

105

2007 – 23. júní Miðdalsheiði Mosaþemba

9

2006 – 30. mars Mýrar Mýrar og flóar

6700

Nánari upplýsingar

Áhrif mannsins

Samantekt niðurstaðna

Mosabruni á gosstöðvunum við Litla-Hrút (2023)

Gróðureldar við Óttarsstaði vestan við Straumsvík (2023)

Umfang gróðurelda við gosstöðvar við Fagradalsfjall endurmetið (2021)

Gróðureldar við gosstöðvar við Fagradalsfjall (2021)

Gróðureldar í Heiðmörk (2021)

Miklar gróðurskemmdir eftir eld í Norðurárdal í Borgarfirði (NÍ-frétt 3.6.2020)

Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda árið 2013 (NÍ-frétt 10.4.2013)

Gróðureldarnir í Heiðmörk 6. júní 2012 (NÍ-frétt 8.6.2012)

Sinubruni í landi Jarðlangsstaða við Langá á Mýrum í maí 2010 (NÍ-frétt 28.5.2010)

Mosabruninn við Helgafell í júlí 2009 (NÍ-frétt 24.7.2009)

Sinueldar við Hafnarfjörð í apríl 2008 (NÍ-frétt 30.4.2008)

Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 (NÍ-frétt 27.2.2009)

Mosabruni á Miðdalsheiði í júní 2007 (NÍ-frétt 25.6.2007)

Ár liðið frá Mýraeldum (NÍ-frétt 29.3.2007)

Svenja N.V. Auhage 2008. Sinubruni í landi Kross og Frakkaness á Skarðsströnd í apríl 2008 (pdf 1,5MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-08011. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Landbúnaðarháskóli Íslands 2007. Mýraeldar 2006: Fyrstu niðurstöður rannsókna á sinueldunum og áhrifum þeirra á lífríki (pdf, 6,8MB).

Tengiliðir

Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur