Válisti spendýra 2018
Válistaflokkun spendýra 2018 byggir á hættuflokkum Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) frá árinu 2017, leiðbeiningar IUCN um válistamat og leiðbeiningar við gerð svæðisbundinna válista. Mat á sjávarspendýrum var unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.
Af 52 tegundum land- og sjávarspendýra í náttúru landsins voru 20 metnar við gerð válista Náttúrufræðistofnunar 2018. Aðrar tegundir voru ekki metnar (NA) vegna einhvers af eftirfarandi:
- Tegundin telst ekki villt, er innflutt og ekki hluti af íslenskrar fánu.
- Tegundin er flökkutegund, hvort sem heimsóknir eru reglubundnar eða aðeins fáein tilfelli þekkt.
- Tegundin er á jaðri útbreiðslusvæðis síns á því svæði sem lagt er mat á og/eða um er að ræða aðeins örfáa einstaklinga.
Á válista íslenskra spendýra eru:
- Útdauð á Íslandi (RE): 2 tegundir
- Í bráðri hættu (CR): 1 tegund
- Í hættu (EN): 1 tegund
- Í nokkurri hættu (VU): 2 tegundir
Til viðbótar þessu eru tvær tegundir sem mögulega gætu lent á válista en gögn vantar til að meta það með vissu (DD). Þrjár tegundir flækinga (NA) eru á heimsválista og 12 íslenskar tegundir eru ekki í hættu (LC).
Tegundum er raðað eftir stafrófsröð íslensks heitis innan hvers flokks og vísindaheiti eru samkvæmt fyrirmælum IUCN. Nánari útskýringar á flokkun hverrar tegundar er að finna í umfjöllun um viðkomandi tegund. Einnig er hægt að kynna sér nánar mat spendýra á válista.
Tegund útdauð á Íslandi (RE)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Rostungur | Odobenus rosmarus | RE* | NA | VU | |
Sandlægja | Eschrichtius robustus | RE | RE | LC |
*Rostungur var upphaflega metin á válista (NA) á Íslandi en sem tegund í nokkurri hættu (VU) á Heimsválista. Í desember 2020 var staða rostungs endurmetin sem tegund útdauð á Íslandi (ER) vegna áreiðanlegra gagna um að íslenskur stofn hafi verið hér við landnám en dáið út eftir 1330.
Tegund í bráðri hættu (CR)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Sléttbakur | Eubalaena glacialis | CR | C1, C2a(i) | CR | EN |
Tegund í hættu (EN)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Landselur | Phoca vitulina | EN* | A4b | LC | LC |
*Landselur var metinn sem tegund í bráðri hættu (CR) á válista sem var birtur 2018 en hefur verið uppfærður sökum fjölgunar samkvæmt síðustu talningu (2020).
Tegundir í nokkurri hættu (VU)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Steypireyður | Balaenoptera musculus | VU | D1 | EN | EN |
Útselur | Halichoerus grypus | VU* | A4b | LC | LC |
*Útselur var metin sem tegund í hættu (EN) á válista sem birtur var 2018 en hefur verið uppfærður sökum fjölgunar frá síðustu talningu (2012) og leiðréttingar á áður birtum tölum um fyrstu talningu (1982).
Gögn vantar (DD)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Andarnefja | Hyperoodon ampullatus | DD | DD | DD | |
Búrhvalur | Physeter macrocephalus | DD | VU | VU |
Tegundir metnar en ekki í hættu (LC)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Hagamús | Apodemus sylvaticus | LC | LC | LC | |
Háhyrningur | Orcinus orca | LC | DD | DD | |
Hnísa | Phocoena phocoena | LC | VU | LC | |
Hnúfubakur | Megaptera novaeangliae | LC | LC | LC | |
Hnýðingur | Lagenorhynchus albirostris | LC | LC | LC | |
Hrefna | Balaenoptera acutorostrata | LC | LC | LC | |
Húsamús | Mus musculus | LC | LC | LC | |
Langreyður | Balaenoptera physalus | LC | NT | VU | |
Leiftur | Lagenorhynchus acutus | LC | LC | LC | |
Marsvín | Globicephala melas | LC | DD | LC | |
Melrakki | Vulpes lagopus | LC | CR | LC | |
Sandreyður | Balaenoptera borealis | LC | EN | EN |
Tegundir á heimsválista sem eru flækingar eða innfluttar tegundir á Íslandi (NA)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Blöðruselur | Cystophora cristata | NA | NA | VU | |
Hreindýr | Rangifer tarandus | NA | LC | VU | |
Hvítabjörn | Ursus maritimus | NA | VU | VU |
Tegundir ekki metnar (NA)
Nafn | Latneskt heiti | Hættuflokkur | Viðmið | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|---|---|---|
Brúnrotta | Rattus norvegicus | NA | NA | LC | |
Hringanóri | Pusa hispida | NA | LC | LC | |
Hrímblaka | Lasiurus cinereus | NA | LC | ||
Húmblaka | Nyctalus leisleri | NA | LC | LC | |
Kampselur | Erignathus barbatus | NA | NA | LC | |
Kanína | Oryctolagus cuniculus | NA | NT | NT | |
Króksnjáldri | Mesoplodon densirostris | NA | DD | DD | |
Köttur | Felis silvestris catus | NA | NA | NA | |
Léttir | Delphinus delphis | NA | NA | LC | |
Ljósfæla | Myotis lucifugus | NA | LC | ||
Minkur | Neovison vison | NA | NA | LC | |
Mjaldur | Delphinapterus leucas | NA | NA | LC | |
Náhvalur | Monodon monoceros | NA | NA | LC | |
Norðhvalur | Balaena mysticetus | NA | NA | LC | |
Norðsnjáldri | Mesoplodon bidens | NA | DD | DD | |
Norðurblaka | Myotis septentrionalis | NA | LC | ||
Næturblaka | Nyctalus noctula | NA | LC | LC | |
Rauðrefur | Vulpes vulpes | NA | LC | LC | |
Rákahöfrungur | Stenella coeruleoalba | NA | DD | LC | |
Sauðnaut | Ovibos moschatus | NA | LC | LC | |
Skuggablaka | Vespertilio murinus | NA | LC | LC | |
Skugganefja | Ziphius cavirostris | NA | DD | LC | |
Snæhéri | Lepus arcticus | NA | LC | ||
Stórablaka | Eptesicus fuscus | NA | LC | ||
Stökkull | Tursiops truncatus | NA | DD | LC | |
Svartrotta | Rattus rattus | NA | LC | LC | |
Trítilblaka | Pipistrellus nathusii | NA | LC | LC | |
Vöðuselur | Pagophilus groenlandicus | NA | NA | LC | |
Þvottabjörn | Procyon lotor | NA | NA | LC |