Vestmannsvatn og nágrenni
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Lake Vestmannsvatn and adjacent tarns, N-Iceland, are an internationally important breeding site for Podiceps auritus (18 pairs).
VOT-N 9
Hnit – Coordinates: N65,79424, V17,41522
Sveitarfélag – Municipality: Þingeyjarsveit
IBA-viðmið – Category: B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 563 ha

Vestmannsvatn er stöðuvatn á mörkum Aðaldals og Reykjadals í Þingeyjarsýslu, 2,38 km2 að stærð, frekar grunnt og næringarríkt. Nokkur minni vötn og tjarnir eru einnig á þessu svæði. Þarna er mikið og fjölbreytt fuglalíf og nær flórgoði alþjóðlegum verndarviðmiðum (18 pör) og 1–4% af Íslandsstofnum himbrima, rauðhöfðaandar, gargandar, grafandar, skúfandar og hrafnsandar verpa þar.
Svæðið var friðlýst árið 1977 og er einnig á IBA-skrá.

Helstu varpfuglar við Vestmannsvatn og nágrenni – Key bird species breeding by Vestmannsvatn and in nearby areas*
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (pör) Number (pairs) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Flórgoði1 | Podiceps auritus |
Varp–Breeding |
18 |
2004 |
2,6 |
B1i, B2 |
Gargönd | Anas strepera |
Varp–Breeding |
13 |
2016 |
2,9 |
|
Skúfönd | Aythya fuligula |
Varp–Breeding |
359 |
2016 |
3,6 |
|
1Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35. |