Hrafnaþing: Tunguskollakambur

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 16. október kl. 15:15–16:00, mun Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytja erindið „Frá snjódældum til hverasvæða – erfðafræðileg fjölbreytni og vistfræði burkna af ættkvíslinni Struthiopteris á Íslandi“.
Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsókna sem unnar hafa verið hjá Náttúrufræðistofnun á síðustu árum þar sem skoðuð var stofnerfðafræði skollakambs og tunguskollakambs ásamt umhverfi sem þær lifa við, það er gróðursamsetning, efnasamsetning jarðvegs og veðurfar.
Erindið verður flutt í fundaraðstöðu starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar að Borgum við Norðurslóð, Akureyri. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.
Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is