Skip to main content
search

Erfðafræðileg fjölbreytni plantna rædd á Hrafnaþingi

Magnus Göransson plöntulíffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindið Why does intraspecific genetic diversity matter? á næsta Hrafnaþingi sem haldið verður miðvikudaginn 22. október 2025 kl. 15:15. Erindið fer fram á ensku og verður eingöngu streymt á netinu.

Í erindinu fjallar Magnus um mikilvægi erfðafræðilegrar fjölbreytni innan plöntutegunda og hvernig slíkur fjölbreytileiki gerir lífverum kleift að aðlagast breyttum aðstæðum. Hann mun sýna hvernig hægt er að túlka erfðafræðilegan fjölbreytileika til að rekja sögu tegunda og meta mögulega framtíðaraðlögun þeirra.

Dregin verða fram dæmi úr nokkrum plöntutegundum, þar á meðal nýleg rannsókn á kúmeni (Carum carvi) sem vex villt í Fennóskandíu og víðar í Evrópu. Sögulegar heimildir benda til að kúmen hafi verið flutt til Íslands á 17. öld af Gísla Magnússyni, einnig þekktum sem Vísa-Gísla. Rannsóknin varpar ljósi á uppruna kúmens hér á landi og framtíðarvernd þess í náttúrunni.

Bein útsending Hrafnaþings

Útdráttur úr erindinu