Hrafnaþing: Leðurblökur – hollvinir jarðar
Gerri Griswold stjórnandi rekstrar og þróunar hjá The White Memorial Conservation Center í Litchfield, Connecticut, flytur erindi á Hrafnaþingi sem haldið verður á netinu 12. nóvember 2025 kl. 15:15. Erindið nefnist Bats: Earth's Allies og verður flutt á ensku.
Leðurblökur eru meðal nytsömustu dýra jarðar, en um leið þau misskildustu. Í þessu myndræna og lifandi erindi leiðir Gerri Griswold okkur inn í heim leðurblakanna og fjallar um fjölbreytni þeirra, búsvæði og mikilvægi fyrir vistkerfi heimsins. Hún ræðir meðal annars hversu margar tegundir eru til, hvar þær lifa, hvernig þær nýtast okkur og hvað ógnar þeim í dag.