Skip to main content
search

Hrafnaþing: Uppbygging stafrænna innviða fyrir borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar

María Helga Guðmundsdóttir jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindið „Uppbygging stafrænna innviða fyrir borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar“ á Hrafnaþingi sem haldið verður í beinni útsendingu á netinu 26. nóvember 2025 kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar, sem varðveitir borkjarna og svarf úr yfir 4.000 borholum víðsvegar um landið, og hvernig innviðir þess eru byggðir upp til að gera gögnin aðgengileg fyrir fræðilegar og hagnýtar rannsóknir. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að ljósmynda  borkjarnahluta safnsins kerfisbundið og koma þeim ljósmyndum í gagnagrunn og opna birtingu. Upplýsingar um safnkostinn er hægt að nálgast í Kortaglugga Íslands og  í gagnagátt samevrópska verkefnisins EPOS.

Útdráttur úr erindinu

Tengill á útsendinguna