Fréttir
- 2025 chevron_right
- 2024 chevron_right
- 2023 chevron_right
- 2022 chevron_right
- 2021 chevron_right
- 2020 chevron_right
- 2019 chevron_right
- 2018 chevron_right
- 2017 chevron_right
- 2016 chevron_right
- 2015 chevron_right
- 2014 chevron_right
- 2013 chevron_right
- 2012 chevron_right
- 2011 chevron_right
- 2010 chevron_right
- 2009 chevron_right
- 2008 chevron_right
- 2007 chevron_right
- 2006 chevron_right
Viðkoma rjúpu 2024
Náttúrufræðistofnun hefur lokið við að meta viðkomu rjúpnastofnins sumarið 2024. Það var gert með talningum á ungum í öllum landshlutum. Niðurstöður sýna lélega viðkomu á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi og í öðrum landshlutum var hún í slöku meðallagi.
Vísindagrein um frjókornaspár
Í vísindaritinu Allergy birtist á dögunum grein sem fjallar um frjókornaspár. Teikn eru á lofti um að loftslagsbreytingar af mannavöldum geti haft áhrif á líffræði platna og framleiðslu frjókorna sem valda ofnæmi.
Frjótími grasa í hámarki
Frjótími grasa stendur nú sem hæst á Íslandi. Þeir sem þjást af frjóofnæmi eru líklegir til að finna fyrir einkennum.
Sumarlokun Náttúrufræðistofnunar
Vinsamlegast athugið að móttakan í Urriðaholtsstræti 6-8 Garðabæ og á Borgum á Akureyri eru lokaðar frá og með 30. júlí til og með 9. ágúst.
Vöktun refa 2024
Í árlegri vöktun refa á Hornströndum sem fram fór í lok júní og fyrri hluta júlí kom í ljós að ábúð refa var með besta móti, öll hefðbundin óðul voru setin og got í þeim flestum.
Surtseyjarleiðangur líffræðinga 2024
Í árlegum rannsókna- og vöktunarleiðangri líffræðinga í Surtsey kom í ljós að fjöldi æðplantna stendur í stað frá því í fyrra en miklar breytingar hafa orðið á útbreiðslu plöntutegundanna síðasta áratug.
Starf forstjóra nýrrar Náttúrufræðistofnunnar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Náttúrufræðistofnunnar. Umsókarfrestur er til og með 25. júlí 2024.
Nýjar tegundir í Surtsey
Skordýrafræðingur Náttúrurfræðistofnunar hefur fundið þrjár nýjar smádýrategundir í árlegum leiðangri líffræðinga í Surtsey þar sem árleg vöktun á landnámi plantna og dýra fer fram.
Ný Náttúrufræðistofnun tekur til starfa í dag
Ný sameinuð stofnun fyrrum Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, undir heitinu Náttúrufræðistofnun, tekur til starfa í dag, 1. júlí.