Skip to main content
search

Acta Naturalia Islandica

Acta Naturalia Islandica var ritröð tileinkuð íslenskri náttúrufræði þar sem birtar voru greinar á erlendum tungumálum, einkum ensku. Aðeins ein grein birtist í hverju hefti. Á þessum vettvangi gafst fræðimönnum, bæði íslenskum og erlendum, kostur á að koma á framfæri greinum sem voru of langar til að fá birtar í öðrum ritum.

Útgáfan hófst árið 1946 og var ekki reglubundin. Henni var hætt árið 1995.