Skip to main content
search

Náttúrufræðingurinn

Náttúrufræðingurinn er alþýðlegt fræðslurit þar sem birtar eru greinar um náttúrufræði, jafnt fræðilegar greinar í bland við almennan fróðleik. Margar greinanna byggja á niðurstöðum rannsókna á íslenskri náttúru sem ekki hafa verið birtar annars staðar. Lögð er áhersla á að gera efnið aðgengilegt bæði fræðimönnum og áhugafólki án þess að slakað sé á í kröfum um gæði og áreiðanleika. 

Náttúrufræðingurinn er félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Útgáfa hans hófst árið 1931 undir ritstjórn Guðmundar G. Bárðarsonar og Árna Friðrikssonar. Náttúrufræðistofnun Íslands hafði umsjón með útgáfu tímaritsins á árunum 1996–2006 og ritstjóri þann tíma var Álfheiður Ingadóttir, þáverandi útgáfustjóri stofnunarinnar.

Í dag er ritstjórn og afgreiðsla Náttúrufræðingsins í höndum Náttúruminjasafns Íslands.

Öll eldri hefti Náttúrufræðingsins eru aðgengileg rafrænt á vefnum timarit.is.