Plöntur
Válisti æðplantna 2018 er nýjasta mat Náttúrufræðistofnunar á æðplöntum samkvæmt viðmiðum alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Alls eru 56 tegundir á válista og 29 til viðbótar sem voru metnar en uppfylla ekki skilyrði válistaflokkunar IUCN.
Fyrsti Válisti plantna var gefinn út árið 1996, Válisti 1: plöntur (pdf, 14,9 MB). Í honum eru birtir listar yfir 235 tegundir blómplantna og byrkninga, fléttna, mosa og þörunga. Válistinn byggði á IUCN-reglum frá 1994. Einnig er birt skrá yfir friðlýstar plöntutegundir á Íslandi. Síðan þá hefur einungis verið endurskoðaður válisti fyrir blómplöntur og byrkninga (æðplöntur).
Uppfærðar reglur IUCN voru samþykktar árið 2000 og gefnar út 2001. Á grundvelli þeirra voru 79 tegundir æðplantna metnar og niðurstöður birtar í fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 50, Vöktun válistaplantna eftir Hörð Kristinsson, Evu G. Þorvaldsdóttur og Björgvin Steindórsson. Í kjölfarið kom út Válisti æðplantna 2008.
Nánari umfjöllun um Válista og friðun plantna.
