Forsíða
Hrafnaþing: Landnám plantna á Surtsey í ljósi...
Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindið „Landnám plantna á Surtsey í ljósi nýrra rannsókna“ á Hrafnaþingi sem haldið verður á netinu 10. desember 2025 kl. 15:15.
Holdafar rjúpna er nokkuð gott
Holdafar rjúpna nú í haust er nokkuð gott miðað við fyrri ár og svipað því sem mældist árið 2024. Marktækur munur var á milli aldurshópa og kynja, þar sem ungfuglar, sérstaklega ungir kvenfuglar, voru almennt í lakari holdum en fullorðnir fuglar.
Skarfastofnar á uppleið
Talningar á skörfum á vestanverðu landinu í maí 2025 sýnir að báðir skarfastofnar hafa náð sér á strik eftir mikla fækkun í kjölfar óveðurs sem átti sér stað árið 2023.
Mikilvægt innlegg í umræðu um útbreiðslu stafafuru
Í tímaritinu New Forests var í dag var birt svargrein eftir hóp íslenskra sérfræðinga þar sem fjallað er um vistfræðilegar afleiðingar útbreiðslu stafafuru (Pinus contorta) á Íslandi og brugðist við nýlegri grein sem fjallar um vöxt og kolefnisbindingu tegundarinnar.